15. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:05
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:12
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05

Óttarr Proppé boðaði forföll. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1639. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Tvísköttunarsamningar Íslands Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Maríanna Jónasdóttir og Ása Ögmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ólafur Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti. Dreift var yfirliti yfir tvísköttunar- og upplýsingaskiptasamninga sem í gildi eru og viðræður standa um. Gestirnir fóru almennt yfir gerð samninga og yfirlitið sem lá fyrir fundinum. Jafnframt svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Reglugerð (ESB) nr. 520/2012 er varðar skyldu markaðsleyfishafa lyfja til að halda úti grunnskjali lyfjagátarkerfis Kl. 10:11
Formaður gerði grein fyrir áliti velferðarnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 10:15
Formaður gerði grein fyrir áliti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Ákveðið var að boða gesti til að fara yfir málið fljótlega.

4) Fundargerð Kl. 10:25
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:26
Rætt var um:

a) Borgaraþjónustu;
b) starfið framundan;
c) tvísköttunarsamninga (í framhaldi af kynningu undir dagskrárlið 1).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:43